Siðfræði og samfélag

Í bókinni fjalla tólf höfundar um ýmis siðfræðileg álitamál samtímans. Greinarnar eru byggðar á fyrirlestrum sem haldnir voru í tilefni tuttugasta starfsárs Siðfræðistofnunar.

Umfjöllunarefnið er fjölbreytt:

  • Páll Skúlason og Sigríður Þorgeirsdóttir ræða tengsl siðfræði og samfélags og meta erindi siðfræðinnar við samtímann
  • Kristján Kristjánsson og Geir Sigurðsson bera austrænar hugmyndir um sjálf og siðferði saman við vestrænar hugmyndir
  • Ástríður Stefánsdóttir fjallar um ábyrgð einstaklinga og samfélags á offitu
  • Sigurður Kristinsson ræðir upplýst samþykki fyrir læknismeðferð og þátttöku í rannsóknum
  • Stefán Hjörleifsson, Linn Getz og Vilhjálmur Árnason ræða samspil heilbrigðisvísinda við athygli sem siðfræðilegt hugtak
  • Jón Ólafsson og Salvör Nordal gera að umtalsefni skilning á umburðarlyndi og forsendur þess í frjálslyndu samfélagi

Ritstjórar: Salvör Nordal og Vilhjálmur Árnason

Útgáfuár: 2011 | Blaðsíðufjöldi: 247 | ISBN: 978-9979-54-895-9

Image
Siðfræði og samfélag, bókarkápa