Texti

Dagana 5. og 6. september var í Háskóla Íslands haldinn vinnufundur í Diogenes verkefninu sem Siðfræðistofnun er aðili að. Verkefnið er fjölþjóðlegt rannsókna- og þróunarverkefni sem styrkt er af Erasmus+. Markmið verkefnisins er að finna leiðir til að fá nemendur í grunnskóla til að efla gagnrýna hugsun sína gagnvart notkun á staðalímyndum sem byggja á kyni og hlutverkum kynja. Sérstaða verkefnisins felst í því hvernig reynt er að aðlaga leiðir sem hingað til hafa verið notaðar í viðskiptalífinu að þörfum og möguleikum grunnskólanemenda.

Á myndinni má sjá þátttakendur í verkefninu samankomna fyrir framan Aðalbyggingu Háskóla Íslands

Mynd
Image
Mynd af þátttakendum í Diogenes verkefninu