Sjálfræði og aldraðir

Flest teljum við sjálfsagt að ráða því hvernig heimili okkar lítur út, hvernig við erum klædd eða hvenær við förum í bað. En þegar fólk þarf að flytja á öldrunarstofnanir getur þrengt mjög að þessum hversdagslegu valkostum.

Markmið höfunda er að kanna hvernig þessu er háttað hérlendis.

Í bókinni eru birtar niðurstöður spurningakönnunar sem gerð var á fimm íslenskum öldrunarstofnunum.

Í könnuninni er reynt að varpa ljósi á hversu mikil áhrif íbúarnir hafa á sitt daglega líf og umhverfi.

Höfundarnir túlka niðurstöður könnunarinnar og telja hana sýna ótvírætt að íbúar öldrunarstofnana búi við skert sjálfræði um athafnir daglegs lífs. Þeir færa jafnframt rök fyrir mikilvægi þess að að standa betur vörð um sjálfræði vistmanna en nú er gert.

Vilhjálmur fjallar í inngangskafla um sjálfræðishugtakið, merkingu þess og mikilvægi í ljósi aðstæðna aldraðra á vistheimilum.

Ástríður skrifar kafla um íslensk lög um málefni aldraðra og skoðar þau í ljósi sjálfræðis.

Rit þetta veitir nýja innsýn í veruleika íslenskra öldrunarheimila og vekur brýnar spurningar um það hvernig við getum best stuðlað að virðingu þeirra sem eiga þar heima.

Höfundar: Ástríður Stefánsdóttur og Vilhjálmur Árnason prófessor.

Útgáfuár: 2004 | Blaðsíðufjöldi: 196 | ISBN: 978-9979-54-569-9

Image
Sjálfræði og aldraðir, bókarkápa