Sjúkdómsvæðing

Læknavísindum tuttugustu aldar er gjarnan lýst sem óslitinni sigurgöngu.

Aukinn skilningur á eðli sjúkdóma, bætt tækni og ný lyf hafa gert læknum kleift að liðsinna margfalt fleira fólki en áður.Þrátt fyrir þessar óumdeildu framfarir læknavísindanna kann vöxtur heilbrigðiskerfisins að valda skaða í sumum tilvikum.

Lækningar geta haft óbeinar aukaverkanir sem birtast á allt öðrum sviðum en þeim sem lækningarnar beinast að.

Þetta er inntak hugmyndarinnar um sjúkdómsvæðingu sem fjallað er um í bókinni.

Hugmyndin er sú að lækningar geti valdið tjóni sem bitnar á öðrum en þeim sem lækningarnar beinast að og að þetta tjón sé óháð og eðlisólíkt því gagni sem sjúklingar hafa af lækningunum.

Ritstjórar: Ólafur Páll Jónsson og Andrea Ósk Jónsdóttir

Útgáfuár: 2004 | Blaðsíðufjöldi: 76 | ISBN: 978-9979-54-598-9

Image
Sjúkdómsvæðing, bókarkápa