Skyldur Íslands í loftslagsmálum
Hlynur Orri Stefánsson heimspekingur flutti erindi um siðferðilegar skyldur Íslands í loftslagsmálum á fundi Siðfræðistofnunar sem haldinn var föstudaginn 26. Nóvember. Í Erindi sínu færði Hlynur Orri meðal annars rök fyrir því að hin almenna siðferðisskylda um að skaða ekki aðra veiti Íslendingum ástæðu til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda, enda benda nýlegir útreikningar til að árleg losun Íslands muni valda um þúsund dauðsföllum (flestum í fátækari löndum) fram til ársins 2100.
Að fyrirlestri loknum fóru fram fjörugar pallborðsumræður um efnið, en pallborð skipuðu þau Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra, Þórunn Sveinbjarnardóttir alþingismaður og fyrrverandi umhverfisráðherra og Auður Önnu Magnúsdóttir framkvæmdastjóri Landverndar.
Fundinum var streymt og er hægt að nálgast upptöku af erindi Hlyns Orra hér.