Heimspekilegar áskoranir á farsóttartímum

Skýrslan er afrakstur rannsóknarverkefnis sem styrkt var af Nýsköpunarsjóði námsmanna og var unnið af fjórum heimspekinemum síðastliðið sumar. 

Viðfangsefnið er COVID-19 faraldurinn og viðbrögðin við honum hérlendis, sem skoðuð eru í víðu samhengi en út frá þeim undirsviðum heimspekinnar sem helst snerta á þeim álitamálum sem upp koma, svo sem hagnýtri siðfræði, femínískri heimspeki, stjórnmálaheimspeki og þekkingarfræði / vísindaheimspeki.

Í skýrslunni er leitast við að skrásetja þau gögn (eins og viðtöl, fréttaflutning og opinber gögn) þar sem rökstuðningur stjórnvalda fyrir aðgerðum sínum kemur fram. 

Þegar er til mikið af upplýsingum um þætti tengda COVID-19-faraldrinum og er hætta á að mikilvægar upplýsingar og rökstuðningur aðgerða gleymist í umræðunni þegar fram líða stundir..

Höfundar skýrslunnar eru heimspekinemarnir:

 • Ásthildur Gyða Garðarsdóttir
 • Hörður Brynjar Halldórsson
 • Victor Karl Magnússon
 • Vígdís Hafliðadóttir

Verkefnið var unnið undir leiðsögn:

 • Eyju Margrétar Brynjarsdóttur, prófessors í heimspeki
 • Finns Dellsén, dósents í heimspeki
 • Vilhjálms Árnasonar, prófessors í heimspeki

 

  Image
  Höfundar og leiðbeinendur skýrslunnar Heimspekilegar áskoranir á farsóttartímum á myndina vantar Finn Dellsén
  Höfundar skýrslunnar og leiðbeinendur. Á myndina vantar Finn Dellsén.

   

  Niðurstöður rannsóknarinnar voru kynntar á ársfundi Siðfræðistofnunar Háskóla Íslands föstudaginn 15. janúar 2021.